Tengiliðir.
Með Tengiliðum er hægt að vista og uppfæra
tengiliðaupplýsingar, t.d. símanúmer, heimilisföng og
tölvupóstföng tengiliða. Hægt er að tengja hringitón eða
smámynd við tengilið. Þú getur einnig búið til tengiliðahópa
sem gera þér kleift að eiga samskipti við marga tengiliði á
sama tíma og sent tengiliðaupplýsingar í samhæf tæki.
Þegar þú sérð táknið flettirðu til hægri til að nálgast lista
yfir tiltækar aðgerðir. Listanum er lokað með því að fletta til
vinstri.
Unnið með tengiliði
Veldu
>
Tengiliðir.
Til að búa til tengilið velurðu Valkostir > Nýr tengiliður og
slærð inn upplýsingar um tengiliðinn.
Ef minniskort er til staðar er hægt að afrita tengiliði af því
með því að velja Valkostir > Búa til öryggisafrit > Af
minniskorti í síma.
Til að leita að tengiliðum skaltu byrja að slá inn nafn
tengiliðar í leitarreitinn.
Til að skipta yfir í flýtiritun velurðu Valkostir > Kveikja á
flýtiritun.
Til að leita að tengiliðum með flýtiritun skaltu byrja að slá inn
nafn tengiliðar í leitarreitinn. Til að fara í næstu niðurstöðu
ýtirðu á *.
Upplýsingar um staðsetningu
Notkun kortaupplýsinga eða þjónustu getur takmarkast við
það leyfi sem þú hefur keypt.
Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og kortum,
gervihnattamyndum, hljóðskrám eða umferðarupplýsingum
getur verið um mikinn gagnaflutning að ræða (sérþjónusta).
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að
einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið
hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Veldu
>