Stillingar samskipana
Áður en hægt er að nota margmiðlunarskilaboð, tölvupóst,
samstillingu, straumspilun og vafra verður að slá inn réttar
samskipanastillingar í símanum. Hugsanlega hefur tækið
samskipað stillingar fyrir vafra, margmiðlunarskilaboð,
aðgangsstað og straumspilun út frá því SIM-korti sem er
notað. Ef ekki geturðu notað Stillingahjálpina til að samskipa
stillingar. Þú gætir fengið stillingarnar í skilaboðum sem þú
getur vistað í tækinu. Nánari upplýsingar má fá hjá
þjónustuveitunni eða næsta viðurkennda söluaðila Nokia.
Þegar stillingarnar hafa borist í stillingaboðum birtist textinn
1 ný skilaboð ef stillingarnar eru ekki vistaðar og notaðar
sjálfkrafa. Til að vista stillingarnar velurðu Sýna >
Valkostir > Vista . Þú þarft hugsanlega að slá inn PIN-númer
sem þú færð hjá þjónustuveitunni.
Tækið tekið í notkun
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
11