Ytri símalæsing
Þú getur læst tækinu úr öðru tæki með textaskilaboðum
(5-20 stafa löngum). Til að hægt sé að fjarlæsa tækinu og
velja hvaða texti skuli vera í skilaboðunum velurðu
>
Stillingar > Stillingar > Almennar > Öryggi og Sími og
SIM-kort > Ytri símalæsing. Sláðu inn efni skilaboðanna,
staðfestu það og sláðu inn læsingarkóðann.
Til að læsa tækinu skaltu senda læsingarboð sem
textaskilaboð í farsímanúmerið þitt. Tækið er opnað með því
að velja Úr lás og slá inn læsingarkóðann.