Til niðurhals
Veldu
>
Til niðurhals.
Með forritinu Til niðurhals er hægt að finna, skoða, kaupa,
hlaða niður og uppfæra efni, þjónustu og forrit. Meðal þess
efnis sem hægt er að sækja eru leikir, hringitónar, veggfóður
og forrit. Efnið er flokkað eftir vörulistum og möppum frá
ýmsum þjónustuveitum. Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða
efni er í boði.
Til niðurhals nálgast nýja efnið um sérþjónustu þína.
Upplýsingar um hvaða hlutir eru fáanlegir gefur
þjónustuveitan eða söluaðili eða framleiðandi efnisins.
Forritið er stöðugt uppfært með því efni sem þjónustuveitan
býður upp á fyrir tækið.
Sumt efni verður að greiða fyrir en yfirleitt er hægt að skoða
sýnishorn án endurgjalds. Þjónustuveitan eða viðkomandi
söluaðili gefur nánari upplýsingar um gjöld.
Tækið þitt
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
17
Til að uppfæra efnið í Til niðurhals handvirkt velurðu
Valkostir > Uppfæra lista.
Ovi verslunin tekur smám saman við af Til niðurhals
þjónustunni. Ovi verslun kemur líka í staðinn fyrir Til
niðurhals í aðalvalmynd tækisins þíns.