Skjávísar
Verið er að nota tækið á UMTS-símkerfi eða GSM-
símkerfi (sérþjónusta). Stikan við hliðina á tákninu
sýnir sendistyrk farsímakerfisins á viðkomandi
svæði. Því hærri sem stikan er, því meiri er
sendistyrkurinn.
HSDPA (sérþjónusta) í UMTS-símkerfinu er virkt.
Tækið notar ótengt snið og er ekki tengt við
farsímakerfi.
Hleðsla rafhlöðunnar. Því hærri sem stikan er, því
meiri er hleðsla rafhlöðunnar.
Það eru ólesin skilaboð í möppunni Innhólf í
Skilaboðum.
Nýr tölvupóstur hefur borist í ytra pósthólfið.
Það eru ósend skilaboð í möppunni Úthólf í
Skilaboðum.
Einhverjum símtölum hefur ekki verið svarað.
Takkar tækisins eru læstir.
Vekjaraklukkan mun hringja.
Sniðið Án hljóðs hefur verið valið sem þýðir að tækið
hringir ekki þegar hringt er í þig eða þú færð
skilaboð.
Bluetooth-tenging er virk.
Bluetooth-tengingu hefur verið komið á. Þegar
vísirinn blikkar er tækið að reyna að tengjast við
annað tæki.
GPRS-pakkagagnatenging er tiltæk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé virk og að tenging sé í bið.
EGPRS-pakkagagnatenging er tiltæk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé virk og að tenging sé í bið.
Tækið þitt
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
14
UMTS-pakkagagnatenging er tiltæk (sérþjónusta).
sýnir að tengingin sé virk og að tenging sé í bið.
HSPA er stutt og í boði (sérþjónusta). Táknið getur
verið breytilegt á milli svæða. sýnir að tengingin
sé virk og að tenging sé í bið.
Tækið hefur verið stillt á að leita að þráðlausum
staðarnetum (WLAN) og er nú hægt að koma á
tengingu við slíkt net.
Tækið er tengt við ódulkóðað WLAN.
Tækið er tengt við dulkóðað WLAN.
Tækið er tengt við tölvu um USB-gagnasnúru.
Öll símtöl eru flutt í annað númer.
Höfuðtól er tengt við tækið.
Handfrjáls bílbúnaður er tengdur við tækið.
Hljóðmöskvi er tengdur við tækið.
Samstilling er í gangi í tækinu.
GPS-vísirinn sýnir hvort gervihnattarmerkið er
tiltækt. Eitt strik merkir einn gervihnött. Þegar tækið
móttekur næg gögn frá gervitunglunum til að reikna
út staðsetningu þína verður strikið grænt.
Aðrir vísar kunna að einnig að birtast.