Kort
Veldu
>
Kort eða ýttu á leiðsögutakkann.
Með kortaforritinu geturðu séð staðsetningu þína á korti,
leitað á kortum að mismunandi borgum og löndum, leitað að
heimilisföngum og áhugaverðum stöðum. Þú getur einnig
skipulagt leiðir og fengið leiðsögn fyrir akandi og gangandi
vegfarendur. Ef þú vistar uppáhaldsstaðina og -leiðirnar á
Nokia-reikningi þínum geturðu flokkað þau í söfn og samstillt
vistuð atriði á milli fartækisins og netþjónustu Ovi-korta.
Þú getur einnig skoðað upplýsingar um veður, umferð,
viðburði, ferðalög eða aðrar staðbundnar upplýsingar, ef þær
standa til boða fyrir land þitt eða svæði.
Þegar þú notar Kortaforritið í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að velja
internetaðgangsstað til að geta hlaðið niður kortum.
Þegar virk gagnatenging er í gangi og kortið er skoðað á
skjánum er nýju korti hlaðið sjálfkrafa niður ef farið er inn á
svæði sem ekki er á kortunum sem búið er að hlaða niður.
Einnig er hægt að nota Nokia Map Loader hugbúnaðinn til að
hlaða niður kortum. Til að setja Nokia Map Loader upp í
samhæfri tölvu skaltu fara á www.nokia.com/maps.
Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og kortum,
gervihnattamyndum, hljóðskrám eða umferðarupplýsingum
getur verið um mikinn gagnaflutning að ræða (sérþjónusta).
Ábending: Til að spara gagnaflutningsfjöld er einnig
hægt aða nota Kortaforritið án internettengingar og
skoða kort sem vistuð eru í tækinu eða á minniskorti,
ef það er til staðar. Þegar Kort eru notuð án
nettengingar er sum þjónusta ekki tiltæk.
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að
einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið
hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Efni á borð við gervihnattarmyndir, leiðbeiningar, veður- og
umferðarupplýsingar og tengd þjónusta er útbúin af þriðju
aðilum sem tengjast ekki Nokia. Efnið kann að vera
ónákvæmt og ófullnægjandi að einhverju leyti og veltur á
framboði. Aldrei skal treysta eingöngu á fyrrgreint efni og
tengda þjónustu.
Frekari upplýsingar um forritið Kort er að finna á
www.nokia.com/support.