Nokia Messaging
Nokia Messaging þjónustan sendir sjálfkrafa tölvupóst úr
netfangi þínu í tækið. Hægt er að lesa, svara og skipuleggja
tölvupóstinn á ferðinni. Nokia Messaging þjónustuna má
nota með mörgum algengum tölvupóstveitum á netinu, t.d.
tölvupóstþjónustu Google.
Mögulega er tekið gjald fyrir Nokia Messaging. Hafðu
samband við þjónustuveituna eða þjónustudeild Nokia
Messaging til að fá upplýsingar um hugsanlegan kostnað.
Símkerfið þarf að styðja Nokia Messaging og þjónustan er
hugsanlega ekki aðgengileg á öllum svæðum.
Til að setja upp Nokia Messaging þjónustu skaltu nota
tölvupóstsuppsetninguna.
Frekari upplýsingar eru á www.email.nokia.com.