Raddstýrð hringing
Tækið þitt styður raddskipanir. Raddskipanir velta ekki á rödd
notandans þannig að hann þarf ekki að taka upp raddmerki
áður en hann notar þær. Tækið býr til raddmerki fyrir færslur
í tengiliðum og ber það raddmerki sem notandinn segir
saman við þær. Raddkennslin í tækinu laga sig að rödd
aðalnotandans til að líklegra sé að tækið beri kennsl á
raddskipunina.
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
22
Raddmerki fyrir tengilið er nafnið sem er vistað hjá
tengiliðnum. Til að hlusta á tilbúna raddmerkið skaltu velja
tengilið og Valkostir > Um raddmerki Flettu að tengilið og
veldu Valkostir > Spila raddmerki.
Hringt með raddmerki
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið
í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að
treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Þegar þú notar raddstýrða hringingu er hátalarinn í notkun.
Haltu tækinu nálægt þér þegar þú berð fram raddmerkið.
1. Til að hefja raddstýrða hringingu skaltu halda hægri
valtakkanum inni á heimaskjánum. Ef samhæft höfuðtól
með höfuðtólstakka er notað skaltu halda takkanum inni
til að hefja raddstýrða hringingu.
2. Stutt hljóðmerki heyrist og textinn Tala nú birtist. Berðu
nafnið sem er vistað hjá tengiliðnum skýrt fram.
3. Tækið spilar tilbúið raddmerki fyrir tengiliðinn og birtir
nafnið og símanúmerið. Ef þú vilt ekki hringja í tengiliðinn
skaltu velja annan tengilið af lista yfir samsvaranir innan
2,5 sekúndna eða velja Hætta til að hætta við.
Ef nokkur númer voru vistuð fyrir nafn, velur tækið sjálfgefið
númer ef það er skilgreint. Annars velur tækið fyrsta nafnið
á tengiliðaspjaldi. Þú getur einnig sagt nafnið og gerð
símanúmers, svo sem númer í farsíma eða heimasíma.