16. Raddskipanir
Áður en raddmerki eru notuð skal hafa eftirfarandi í huga:
● Raddmerki eru ekki háð tungumáli. Þau eru háð rödd þess
sem talar.
● Nafnið þarf að bera fram nákvæmlega eins og það var
hljóðritað.
● Raddmerki eru næm fyrir umhverfishljóðum. Þau skal
hljóðrita og nota í hljóðlátu umhverfi.
● Ekki er hægt að nota mjög stutt nöfn. Nota skal löng nöfn
og forðast áþekk nöfn fyrir mismunandi númer.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið
í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki að
treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Þú getur notað raddskipanir til að hringja, ræsa forrit og
virkja snið.
Tækið býr til raddmerki fyrir tengiliði, snið og forrit.
Raddskipanir eru ekki háðar rödd þess sem talar. Hins vegar
laga raddkennslin í tækinu sig að rödd þess sem mest notar
tækið til að geta betur greint raddskipanir.
Raddskipun er framkvæmd með því að halda inni hægri
valtakkanum og segja raddskipunina skýrt. Ef tækið greinir
skipunina rangt geturðu valið rétta skipun úr öðrum
samsvörunum eða valið Hætta til að hætta við.