Búa til og breyta minnismiðum
Veldu
>
Skipuleggj. > Valmiðar.
Minnismiði er búinn til með því að byrja að skrifa.
Til að breyta minnismiða velurðu minnismiðann og
Valkostir > Ritvinnsla.
Haltu niðri # og notaðu skruntakkann til að velja textann sem
á að feitletra, skáletra, undirstrika eða breyta lit á. Veldu svo
Valkostir > Texti.
Veldu Valkostir og svo úr eftirfarandi:
● Setja inn — Setja inn myndir, hljóðskrár, hreyfimyndir,
nafnspjöld, vefbókamerki og skrár.
● Setja inn hlut — Bæta nýjum hlutum við minnismiðann.
Hægt er að taka upp hljóðskrár og myndskeið og taka
myndir.
● Senda — Senda minnismiðann.
● Tengill í tengilið(i) — Veldu Bæta við tengiliðum til að
tengja minnismiða við tengilið. Minnismiðinn birtist þegar
hringt er í tengiliðinn eða þegar hann hringir.