Spilun lags eða netvarpsþáttar
Til að bæta öllum lögum og netvörpum við tónlistarsafnið
velurðu Valkostir > Uppfæra safn.
Lag eða netvarpsþáttur er spilaður með því að velja
viðeigandi flokk og lagið eða þáttinn.
Hljóminum er breytt með því að velja Valkostir >
Tónjafnari.
Til að breyta hljómburðinum og steríóstillingunni eða auka
bassann skaltu velja Valkostir > Hljóðstillingar.
Til að fara aftur á heimaskjáinn og láta spilarann vera í gangi
í bakgrunninum skaltu ýta á endatakkann.