Flett um síður
Smákort og Síðuyfirlit koma að gagni þegar vefsíður sem
innihalda mikið af upplýsingum eru skoðaðar.
Til að ræsa Smákort velurðu Valkostir > Stillingar >
Almennar > Smákort > Kveikt. Þegar þú skoðar stóra
vefsíðu opnast Smákort og sýnir yfirlit yfir síðuna.
Flett er um smákort með því að fletta upp, niður, til hægri eða
vinstri. Hætt er að fletta þegar komið er að réttum stað.
Smákortið hverfur þá og staðurinn birtist.
Þegar þú ert að skoða vefsíðu sem inniheldur mikið af
upplýsingum geturðu einnig notað Síðuyfirlit til að sjá hvers
konar upplýsingar vefsíðan inniheldur.
Ýttu á 8 til að birta yfirlit þeirrar vefsíðu sem er opin. Notaðu
skruntakkann til að skruna um skjáinn. Til að stækka einhvern
hluta skaltu fletta að honum og velja Í lagi.