Hjálpartexti tækisins
Í tækinu eru leiðbeiningar um hvernig nota eigi forritin sem
fylgja því.
Til að opna hjálpartexta í aðalvalmyndinni velurðu
>
Forrit > Hjálp > Hjálp og forritið sem þú vilt fá
leiðbeiningar um.
Þegar forrit er opið skaltu velja Valkostir > Hjálp til að
skoða viðkomandi hjálpartexta.
Til að breyta stærð hjálpartextans á meðan þú ert að lesa
leiðbeiningarnar velurðu Valkostir > Minnka leturstærð
eða Auka leturstærð.
Hægt er að finna tengla að svipuðu efni í lok hjálpartextans.
Ef þú velur undirstrikað orð birtist stutt útskýring.
Hjálpartextar nota eftirfarandi vísa: sýnir tengil að svipuðu
efni. sýnir tengil að umræðum um forritið.
Á meðan verið er að lesa leiðbeiningarnar er hægt að skipta
á milli hjálpartexta og forritsins sem er opið í bakgrunninum
með því að halda inni valmyndartakkanum og velja af
listanum yfir opin forrit.