Fundarstaður
Notkun kortaupplýsinga eða þjónustu getur takmarkast við
það leyfi sem þú hefur keypt.
Til athugunar: Við niðurhal á efni eins og kortum,
gervihnattamyndum, hljóðskrám eða umferðarupplýsingum
getur verið um mikinn gagnaflutning að ræða (sérþjónusta).
Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að
einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort sem hlaðið
hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.
Þegar verið er að breyta fundaratriði eða fundarboði er hægt
að bæta staðsetningarupplýsingum úr kortaforritinu við með
því að fletta að staðsetningarreitunum og velja Valkostir >
Bæta við staðsetningu.
Ef þú hefur bætt staðsetningarupplýsingum úr kortaforritinu
við fundaratriði eða fundarboð geturðu skoðað
staðsetninguna á kortinu. Opnaðu fundaratriðið eða
fundarbeiðnina og veldu Sýna í Kortum.