Dagbók.
Með dagbókinni geturðu búið til og skoðað skipulagða
atburði og stefnumót og skipt á milli mismunandi
dagbókarskjáa.
Í mánaðarskjánum eru dagbókarfærslur merktar með
þríhyrningi. Afmælisfærslur eru líka merktar með
upphrópunarmerki. Færslur valins dags birtast í lista.
Til að opna dagbókaratriði velurðu dagbókarskjá og atriði.
Þegar þú sérð táknið flettirðu til hægri til að nálgast lista
yfir tiltækar aðgerðir. Listanum er lokað með því að fletta til
vinstri.
Dagbókaratriði búin til
Veldu
>
Dagbók.
Hægt er að búa til eftirfarandi gerðir dagbókaratriða:
● Fundaratriði minna á atburði með ákveðna dag- og
tímasetningu.
● Fundarboð eru boð sem þú getur sent til þátttakenda. Áður
en hægt er að búa til fundarbeiðnir verður samhæft
pósthólf að vera uppsett á símanum.
● Minnisatriði varða allan daginn og ekki tiltekinn tíma
hans.
● Afmælisfærslur minna þig á afmælisdaga og sérstakar
dagsetningar. Þær varða allan daginn og ekki tiltekinn
tíma hans. Færslur fyrir afmælisdaga eru endurteknar á
hverju ári.
● Verkefni minna á verkefni með lokadagsetningu og ekki
með lokatíma.
Til að búa til dagbókaratriði skaltu velja dagsetningu,
Valkostir > Nýtt atriði og gerð atriðisins.
Veldu Valkostir > Forgangur til að tilgreina forgang fyrir
fundaratriði.
Til að tilgreina hvernig farið er með atriðið í samstillingu
velurðu Einkamál til að fela atriðið fyrir öðrum ef dagbókin
er tiltæk á netinu, Almennt til að sýna atriðið öðrum eða
Ekkert til að afrita atriðið ekki yfir á tölvuna.
Veldu Valkostir > Senda til að senda atriðið til samhæfs
tækis.
Til að búa til fundarboð úr fundaratriði velurðu Valkostir >
Bæta við öðrum þátttak..
Fundarboð búin til
Veldu
>